Lygaþvælan um Paul Ramses

 Allt er með kyrrum kjörum í Kenía, segja þeir, engir flóttamenn og engin stjórnarandstaða.

Jón Bragi benti á þessa heimild en samkvæmt henni kom 31 hælisleitandi frá Kenía til Svíþjóðar á síðasta ári. Ekki kemur fram hvort einhverjir þeirra sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn eða hvort allt þetta fólk var gjörsamlega ópólitískt en einhvern fjandann var fólkið að flýja.

Ekki veit ég hvaða hvatir liggja á bak við villandi fréttamennsku Ómars Valdimarssonar, það er mun augljósara hvaða hvatir búa að baki þvælunni sem Útlendingastofnun hefur látið frá sér. Þar á bæ eru menn búnir að kúka mjög mikið í buxurnar sínar og beita nú öllum ráðum til að klóra yfir það með lygaþvælu og blekkingum. Því er t.d. haldið fram að það sé rangt að Paul hafi verið handtekinn á heimili sínu.

Það skiptir auðvitað liltu máli hvort maðurinn var handtekinn heima hjá sér eða annarsstaðar en það skiptir hinsvegar máli að opinberar stofnanir séu trúverðugar. Ég leyfi mér að vitna í vefbók Ragnhildar sem ég vísa til í síðustu færslu.

Í yfirlýsingunni var það jafnframt sagt að Paul hefði ekki verið handtekinn á heimili sínu kvöldið fyrir brottflutninginn. Það sem gerðist var að tveir lögreglumenn komu á heimili hans og afhentu honum bréf, dagsett í apríl, þar sem tilkynnt var um ákvörðunina um að flytja hann af landi brott. Þeir fóru því næst með hann á lögreglustöð, þar sem hann eyddi nóttinni í fangageymslu áður en hann var fluttur úr landi snemma næsta dag. Ég veit ekki hvað þetta kallast formlega, en fyrir mér hljómar það þegar lögreglumenn sem sækja mann á heimili sitt, flutning á lögreglustöð og gisting í fangaklefa grunsamlega mikið eins og handtaka…

 

Share to Facebook

1 thought on “Lygaþvælan um Paul Ramses

 1. ————————–

  Hvað voru íslendingarnir að flýja sem fóru í hundraða tali til Svíþjóðar hér um árið. Ég held að það liggji margar ástæður að baki þess að fólk flytur á milli landa. Þeir þurfa ekki að vera ofsóttir eða á dauðalista til þess.

  Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.7.2008 kl. 13:22

  ————————–

  Þetta var kannski ekki formleg handtaka en hann átti örugglega ekki marga kosti aðra en að fylgja þeim svo það gildir einu hvaða nafni útlendingastofnun kýs að kalla það. Getum við ekki bara kallað þetta brottnám? Það gerir málið nú ekkert skárra!

  Laufey Ólafsdóttir, 7.7.2008 kl. 15:31

  ————————–

  Ég hugsa nú að ef Íslendingur kæmi til Svíþjóðar og segðist vera í lífshættu heima hjá sér, þá myndu Svíar skoða málið áður en þeir skutluðu honum til Ítalíu, og það þótt blóðugir götubardagar hafi ekki orðið neinum að fjörtjóni hér.

  Stóri skandallinn við þetta mál er sá að umsóknin skyldi ekki einu sinni tekin til athugunar. Svo bætast ýmsar rósir þar ofan á.

  Eva Hauksdóttir, 7.7.2008 kl. 15:58

Lokað er á athugasemdir.