Lára Hanna og vefvarpið

Lára Hanna Einarsdóttir er einn af bestu fréttamönnum Íslands. Ég hef reyndar ekki séð nein skrif frá henni um klæðleysi fræga fólksins eða annað það sem nær efstu sætum vinsældalistanna í andverðleikasamfélagi íslenskra fjölmiða en ólíkt meirihluta fréttamanna vinnur hún almennilega heimildavinnu. Hún kafar oftast miklu dýpra í málin en flest fjölmiðlafólk og er ötul við að grafa upp gamla atburði og setja þá í samhengi við ný mál. Fáir hafa verið jafn iðnir við að nota þá aðferð til að varpa ljósi á heildarmyndina.

Lára Hanna er þó ekki á launum við þessa samfélagsþjónustu sína. Hún er heldur ekki á launum við þá bráðnauðsynlegu þjónustu sem hún sinnir með því að setja myndskeið með mikilvægri umfjöllun úr fréttum og umræðuþáttum á youtube.com.

Vefvarp Ríkisútvarpsins er ömurlegt drasl. Það er algerri hendingu háð hvort streymirinn virkar og oftast er minna vesen að bíða bara eftir því að Lára Hanna setji myndskeiðið inn á youtube.com. Reyndar þarf maður sjaldan að bíða lengi þegar um hitamál er að ræða, hún sá t.d. til þess í gærkvöld að ég gat séð fréttina um fjármálabrask Baldurs Guðlaugssonar rétt áður en hann hóf afplánun, en vefvarp RUV brást þá eins og svo oft áður.

Það er bagalegt að ríkisfjölmiðill skuli ekki sjá sóma sinn í því að bjóða upp á almennilegt vefvarp. Annaðhvort er enginn á launum við að sjá til þess að streymirinn sé í lagi eða þá að sá maður er gjörsamlega óhæfur og ætti því að RUV að losa sig við hinn sama eða fá honum verkefni sem hann ræður við.

Auðvitað er hugsanlegt að skýringin liggi ekki í vanrækslu heldur sé tæknibúnaðurinn sjálfur ónýtur og auðvitað öngvir aurar til fyrir betri græjum. Ef það er málið þá gæti vefstjóri RUV lært einfalt trix af Láru Hönnu; birta fréttirnar á youtube. Einnig mætti kanna möguleikann á að kaupa þessa þjónustu af Láru Hönnu. Ég er nokkuð viss um að ef hún hefði áhuga á slíkum samningi þyrftu áhorfendur RÚV aldrei að bíða eftir því að  myndskeið yrðu birt á nothæfum vef.

Það var Lára Hanna en ekki RUV sem sá til þess að ég gat séð þessa frétt í gærkvöld

Share to Facebook

2 thoughts on “Lára Hanna og vefvarpið

  1. Wow that was unusual. I just wrote an extremely long comment but after I
    clicked submit my comment didn’t appear. Grrrr… well I’m not writing all that over again.
    Anyway, just wanted to say wonderful blog!

Lokað er á athugasemdir.