Hvernig þekkir maður jakkafatafasista?

Jakkafatafasisminn er án efa ógeðfelldasta stjórnmálaafl sem fyrirfinnst.

Munurinn á jakkafatafasisma og hefðbundnum fasisma er sá að jakkafatafasistinn viðurkennir ekki að hann sé fasisti. Jakkafatafasistinn trúir ekkert síður en hinn hefðbundni fasisti á yfirburði einnar þjóðar yfir annarri, einnar stéttar yfir annarri, stríðrekstur, heimsvaldastefnu og rétt ríkisins til að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Munurinn er hinsvegar sá að hann notar önnur orð.

Jakkafatafasita má þekkja af orðfari þeirra.
Nokkur dæmi úr orðabók jakkafatafasistans:

Frjálshyggja =Réttur þeirra ríku til að fá meira

Einstaklingshyggja =Meira er aldrei nóg

Einstaklingshyggja =Kynþáttamismunun

Einstaklingshyggja =Kynjamismunun

Einkavæðing =Klíkuskapur og spilling

Siðferði =Réttur kirkju og kristlinga til að skipta sér af lífsstíl annarra

Öfgamaður =Félagshyggjumaður

Öfgamaður =Náttúruverndarsinni

Varnir =Hernaður

Hryðjuverk =Örvæntingarfull viðleitni til að rísa gegn kúgun

Varnir gegn hryðjuverkum =Árás í eiginhagsmunaskini

Öryggissveit =Her

Friðargæsla =Her

Landnemar =Hernámslið

Landnám =Landrán

Eignaupptaka =Lögverndað rán

Stimpilgjöld =Lögverndað rán

Lántökugjöld =Lögverndað rán

Uppgreiðslugjöld =Lögverndað rán

Lýðræði =Réttur þeirra ríku til að heilaþvo almúgann með auglýsingum

Fjármögun =Skuldsetning

Endurfjármögnun =Meiri skuldasöfnun

Hagur heildarinnar =Hagur valdastéttarinnar

Mannréttindi =Furumflumm

Það sem greinir manninn frá öðrum dýrum er sá eiginleiki hans að vera aldrei fullkomlega sáttur við aðstæður sínar. Á meðan maðurinn hefur þann eiginleika verður alltaf einhver ójöfnuður og þar með verður fátækt (í þeim skilningi að hafa minna en meirihlutinn) við lýði. Þessháttar fátækt verður ekki útrýmt nema mannseðlið breytist. Þetta sér allt hugsandi fólk og það er handhægt fyrir jakkafatafasista að réttlæta þá miklu misskiptingu auðs og valda sem við sjáum allt í kringum okkur með því að fullkominn jöfnuður sé óframkvæmanlegur. Það sem gerir jakkafatafasistann hvað hættulegastan er það bullið í honum hljómar rökrétt

-Það er ákveðið réttlæti í því að þeir sem eru nógu klárir og útsjónarsamir til að verða sér úti um peninga án þess að vinna fyrir þeim, eigi að njóta þeirra hæfileika.
-Það er ákveðið réttlæti fólgið í þeirri hugmynd að þeir sem noti þjónustuna eigi að greiða fyrir hana.
-Það er skiljanlegt sjónarmið að fórna réttinum til einkalífs fyrir öryggi heildarinnar.

EN

-Það er líka ákveðið réttlæti fólgið í þeirri hugmynd að menn eigi að vinna fyrir laununum sínum.
-Það er réttlátt að allir fái tækifæri til að rækta hæfileika sína.
-Persónunjósnir þjóna sjaldnast þeim tilgangi að tryggja öryggi heildarinnar. Langoftast þjónar mikið ríkiseftirlit aðeins fámennri valdastétt.
Þessa og fleiri réttlætisþætti vill jakkafatafastinn sem allra minnst ræða

Það er eitthvað bogið við siðferði þess sem krefst þess að sjúklingar standi undir kostnaði við heilbrigðiskerfið og foreldrar greiði sjálfir fyrir menntun barna sinna en telur samt eðlilegt að þeir sem ekki þurfa á þessari þjónustu að halda hafi tekjur sem útheimta litla sem enga vinnu og greiði af þeim mun lægri skatt en hinn almenni launamaður. Þetta kengbogna siðferði er jakkafatafasismi í hnotskurn.

Share to Facebook

One thought on “Hvernig þekkir maður jakkafatafasista?

  1. ———————————————

    so true, so very true…

    Posted by: hildigunnur | 11.04.2007 | 16:22:16

    ———————————————

    Þetta er afdráttarlaust. En er þetta nú ekki fullneikvæð sýn á einkaframtakið og frelsið?

    Posted by: Sveinn | 11.04.2007 | 20:05:11

    ———————————————

    Ég hef ekkert á móti einkaframtaki og frelsi. Þvert á móti styð ég hvorttveggja. Ég er hinsvegar alfarið á móti því að fátæklingar og öryrkjar séu látnir um kostnaðinn af velferðarkerfinu á meðan fólk sem þarf ekki að vinna fyrir laununum sínum kemst upp með að greiða aðeins 10% í skatt.

    Posted by: Eva | 11.04.2007 | 20:34:45

    ———————————————

    Allir sem stunda fjármálastarfsemi þurfa að reikna sér endurgjald vegna slíkrar stafsemi og borga 38% skatt af áætluðum launum. Þetta með 10% skatt getur aðeins átt við um í undantekningartilvikum um börn og aldraða sem eru ekki byrjuð/hættir þátttöku á vinnumarkaði

    Posted by: Sveinn | 12.04.2007 | 21:34:05

    ———————————————

    Fólk sem veltir milljónum kemst upp með að greiða sjálfu sér lágmarkslaun og þ.a.l. litla sem enga skatta. Það getur litið vel út á blaði en er engu að síður sjúkt og rangt.

    Posted by: Eva | 13.04.2007 | 7:17:12

    ———————————————

    Kommi! (ull)

    Posted by: Haukur | 13.04.2007 | 20:48:46

    ———————————————

    ja 6 til 8 milljónir á ári eru nú engin lúsarlaun. Er það ekki nokkuð góður grunnur til að greiða skatta af fyrir fjármálamennina? Þeir eru ekki allir í plús.

    Posted by: Sveinn | 13.04.2007 | 20:55:12

    ———————————————

    Ég skil ekki þessa orðabók. Er maður fasisti ef maður er ekki hlynntur stimpilgjöldum ?? Og að friðargæsla sér her, er það ekki úr orðabók Steingríms græn/bleik/eldrauða ? Er hann fasisti líka eða ?

    Posted by: Hugz | 15.04.2007 | 12:07:40

    ———————————————

    Fasískar hugmyndir, sérstaklega sú hugmynd að ríkið eigi að vera með nefið ofan í öllu er mjög áberandi í íslenskri pólitík.

    Hjá mölrétnum vinstri fasistum koma fasískar tilhneigingar fram í viðleitni til að tryggja einsleitni samfélagsins. Helst vilja vasistar troða öllum í sömu ríkislúðaleppana, öll börn eiga að ganga í samskonar skóla, ríkisrekna og helst eiga allir að horfa á sömu ríkisreknu sjónvarpsstöðina þar sem einkum eru sýndar heimildamyndir um líf ferksvatnsfiska og sænsk sjónvarpsleikrit.

    Vasistar er fyrst og fremst meðvirkir forræðishyggjulúðar. Jakkafatafasistarnir eru sýnu ógeðslegri því þeirra fasismi snýst um að tryggja völd fámennrar stéttar. Eitt af því sem einkennir hægri fasisma eru órökstuddar ákvarðanir. Ástæðan fyrir óbeit minni á stimpilgjöldum og ýmsum öðrum gjöldum er sú að með þeim ertu ekki að greiða fyrir neina þjónustu, heldur komast ríki og fjármálastofnanir upp með að rukka þig bara af þær langar í peninginn þinn. Það væri ekkert flippaðra þótt matvöruverslun tæki upp á að láta alla kúnna borga sérstakt inngöngugjald.

    Hópur vopnaðra manna er ekkert annað en her. Það þarf engan Steingrím til að sjá það.

    Posted by: Eva | 15.04.2007 | 15:15:13

    ———————————————

    Það sem ég á við er að jakkafatafasistinn notar fínu orðin (friðargæsla, frjálshyggja…) til að láta hrokafullar hugmyndir sínar hljóma betur.

    Posted by: Eva | 15.04.2007 | 15:25:23

    ———————————————

    Ég skil minna. Ég hélt nú alltaf að fasisti væri hægri öfgamaður og að vinstri öfgamaður væri kommúnisti. Steingrímur er gott dæmi um kommúnista, vofa frá liðnum tímum þar sem til voru vonarlönd í austri þar sem allir voru í eins görmum og fengu ódýrt brauð og vodka. Þar sem fylgst var með þér hvert fótmál svo þú færir ekki út af ríkislínunni. Steingrímur hyggst nútímavæða þessa stefnu, nefnilega á internetinu. Ég er ennþá harður á móti stimpilgjöldum ! Stimpilgjald er efnahagslegur holdgervingur kommúnistma.
    Hópur manna með skrúflykla er ekki her. Þetta eru mest flugvirkjar og flugvallarstarfsmenn.

    Posted by: Hugz | 16.04.2007 | 9:13:33

    ———————————————

    Upphaflega var hugmyndin með kommúnismanum náttúrulega mjög lýðræðisleg. Sú stjórnmálastefna sem varð ríkjandi í hinum svokölluðu kommúnistaríkjum var ekki kommúnismi heldur fasismi í fjósagalla.

    Posted by: Eva | 16.04.2007 | 15:28:44

Lokað er á athugasemdir.