Geir Jón kynnir búsóskýrsluna fyrir Sjálfstæðisflokknum

Þann 16. september sendi ég Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu svohljóðandi tölvupóst:

Sæll Stefán

Ég óska hér með eftir upplýsingum um það hvert ég á að snúa mér til að fá afrit af nýútkominni skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Ef þú getur sjálfur sent mér hana á þetta netfang þigg ég það með þökkum.

Kær kveðja
Eva Hauksdóttir

Svarið kom strax daginn eftir:

Sæl og blessuð Eva.

Það sem þú vísar til er samantekt sem unnin var upp úr skráningum í málaskrá lögreglu. Með hliðsjón af því er ekki hægt að senda þér þessa samantekt.

Bestu kveðjur,
Stefán Eiríksson

 

Hér er þannig um að ræða gögn sem ekki eru ætluð almenningi. Það vekur því undrun mína að sjá að kynning á niðurstöðum lögreglunnar um búsáhaldabyltinguna er á dagskrá morgundagins hjá stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins.

Þriðjudaginn 16. október
Aðförin að Alþingi – mótmælin við Austurvöll í lok árs 2008 og byrjun árs 2009

Geir Jón Þórisson, fv. yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Finnst ykkur þetta í lagi?

 

—–
Bætt við kl 22:52

Ég sá umræðu á facebook þar sem einhver sá ekki ástæðu til að setja út á þetta þar sem öllum væri heimill aðgangur. Ástæðurnar fyrir því að þetta er ekki í lagi eru reifaðar í þessum ágæta pistli: http://blogg.smugan.is/ak72/2012/10/15/fyrirlesturinn-adforin-ad-althingi-spurningar-til-stefans-eirikssonar/

Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í beinni útsendingu hér:  http://www.xd.is/landsfundur/upptokur/bein-utsending-fra-fundum-malefnanefnda/ og það mun ég sannarlega gera því ég er ekki á landinu. Ég vona að mikill fjöldi manns mæti á þennan opna fund. 

Share to Facebook

One thought on “Geir Jón kynnir búsóskýrsluna fyrir Sjálfstæðisflokknum

Lokað er á athugasemdir.