Bara aumingjar sem skaða sig viljandi

selfharm

Undanfarið hef ég fjallað um unglinga sem skaða sjálfa sig, ýmist með hættulegum megrunaraðferðum eða með því að veita sjálfum sér áverka. Á mánudaginn birti ég viðtal við 15 ára stúlku sem lýsir sjálfssköðun sem fíkn. Hún benti á að þótt sjálfssköðun sé algengari meðal stúlkna en pilta, eru líka margir strákar sem skaða sig og þeir eiga til að gleymast í þessari umræðu. Ég hafði upp á einum þessara pilta, hann er 17 ára.

Byrjaði að skera sig 10 ára


Manstu hvenær þú tókst upp á því að skaða sjálfan þig?

Ég byrjaði að skaða mig með hnífum þegar ég var 10 ára en sjálfsskaðandi hegðun var byrjuð fyrir þann tíma sem dæmi þá reyndi ég að detta á hjóli, reyndi að lenda í slagsmálum, detta niður stiga og þess háttar svo ég myndi sleppa skóla. Ég er með sjúkdóm sem er þess eðlis að ef ég meiddist eitthvað þurfti ég að vera heima og ég misnotaði það svona.


delivered-from-selfharm-21264116Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú vildir meiða þig?

Ástæða mín var sjálfsfyrirlitning, ég hafði einfaldlega bara óbeit á sjálfum mér og hef alltaf haft.

Ég hafði einfaldlega óbeit á sjálfum mér


En varla læknar það sjálfsfyrirlitningu að skera sig eða meiða á annan hátt?

Nei, ég gerði þetta af því ég sækist eftir sársauka, að sjá blóðið renna, að vita að ég stjórni þessu, örin, og svo bara að refsa sjálfum mér. Ég er með mjög brenglaða sjálfsmynd, þannig að ég refsaði sjálfum mér fyrir minnstu mistök.

Skammast sín fyrir örin


Varstu að biðja um athygli eða hjálp með þessu?

Nei, ég faldi þetta og fel örin mín enn í dag. Ég skammast mín ofsalega fyrir þetta. Þótt séu liðnir fjórir mánuðir síðan ég gerði þetta síðast þá geng ég ekki í bol fyrir utan herbergið mitt og hef ekki gert það síðan ég byrjaði, ég fer í langermabol í íþróttir og fer ekki í sund nema á vetrarkvöldum þegar það er dimmt.

Þú nefnir að þú hafir gert þetta til að losna við skólann. Leið þér illa í skólanum?

Nei mér leið reyndar best í skólanum en fannst fínt að fá að vera uppí rúmi allan daginn þó að mér liði ekkert endilega best þar.

Eru einhverjar augljósar skýringar á þessari sjálfsfyrirlitningu þinni?

Ekki beint augljóslegar en eftir viðtöl við sálfræðinga og geðlækna í áraraðir er eitthvað að skýrast. Ég ólst ekki upp við ofbeldi en foreldrar mínir eru kaldir og hranalegir og það er talið hafa haft áhrif.

 

Ekki háður því að skaða sig

ermarVissu foreldar þínir af þessu?

Já, mamma vissi þegar ég byrjaði en svo náði ég að fela þetta fyrir henni alveg þangað til að ég þurfti reglulega uppá spítala að láta sauma og hefta mig.

Greip ekki einhver í taumana þegar þú varst farinn að veita sjálfum sér svo slæma áverka?

Jú ég fór fyrst inna BUGL árið 2007 og síðan þá hef ég farið inn og út af BUGL marginnis. Utan við BUGL hef ég verið að hitta sálfræðinga og lækna.

Sumir tala um að sjálfssköðun sé ávanabindandi og fólk missi stjórn á henni. Ert þú sammála því að þetta sé fíkn?

Þetta var ætíð mitt val.

Nei ég myndi ekki segja það. Þetta var ætíð mitt val, mér fannst engin nauðsyn að gera þetta en þetta vildi ég gera.

Ertu hættur að skaða þig?

Já ég gerði þetta seinast í október. Mig langar enn mjög mikið að gera þetta og hugsa daglega um það en ég er að reyna að ávinna mér traust hjá foreldrum mínum og til að vinna sér inn traust þarf maður að sanna sig. En ef mig langar að gera þetta seinna, þegar ég er fluttur að heiman, þá bara geri ég það.

Glötuð aðferð til að takast á við lífið

Hvað finnst þér um þessa aðferð til að takast á við lífið? Finnst þér hún virka? Finnst þér hún æskileg?

Fólk sem á við svona erfiðleika að stríða er kallað hetjur.

Þetta er glötuð aðferð og einungis aumingjar sem nota þetta. Hún virkar já en margt annað virkar alveg eins. Og nei þetta er ekki æskileg aðferð. Eins og er á Íslandi í dag er þetta svokallað „trend“. Þetta er heillandi. Fólk sem á við svona erfiðleika að stríða er kallað hetjur. Það er talað um það sem sterkt og yndislegt fólk en í rauninni eru þetta mestu aumingjar sem til eru, að þurfa skaða sjálfan sig til að takast á við erfiðleika. Það skammast sín ósköp margir fyrir þetta sumt fólk ekkert að fela þetta þannig að aðrir hugsa „Hey vá, þessi sker sig og fær athygli, kannski ætti ég líka að prufa.“ Þannig byrjar þetta hjá alltof mörgum krökkum í dag yngri en 16-17.


tumblr_m6vnwwtYfA1r3qhhgo1_250Margar stelpur sem setja myndir af örunum sínum á tumblr og setja svo tumblr slóðina sína á facebook, eða senda á snapchat eða jafnvel á facebook. Sumir ganga með sárin fyrir allra augun, ef þau skammast sín svona afhverju ganga þau ekki í fötum sem hylja þetta..? Mér persónulega finnst að fólk eigi að skammast sín fyrir þetta og fela þetta, ekki að sýna öllum og auglysa þetta því þá eru meiri líkur að fleiri byrji á þessu.

Ég reikna með að flestum sem skaða sig finnist það í lagi þegar um þá sjálfa er að ræða en ef þú vissir að yngra systkini eða frændsystkin væri að skaða sig, þætti þér þá ástæða til að gera eitthvað í því eða er það bara réttur hvers og eins að fá að meðhöndla líkama sinn að eigin geðþótta?

Ef þú ert fastur í þessu þá ertu alvarlega fastur.

Ég myndi ekki ráðleggja neinum að gera þetta. Það eru leiðinlega margir sem byrja á þessu einungis fyrir vorkunn eða athygli og svo á endanum skammast þau sín fyrir þetta. Fólk gerir það sem það vill við sinn eigin líkama en samt sem áður finnst mér MJÖG heimskulegt og fáranlegt að byrja á þessu því fólk veit alveg að ef þú ert fastur í þessu þá ertu alvarlega fastur.

Share to Facebook