Almenningur hefur áhrif

Ein af fjölmörgum árásum Tyrkja á Afrín. Myndin er héðan.

Macron Frakklandsforseti hefur boðið fram aðstoð sína við sáttamiðlun milli Tyrkja og Kúrda. Samkvæmt fréttastofu Reuters eru þetta viðbrögð hans við þrýstingi heima fyrir. Þrýstingur þarf ekki bara að koma frá stjórnmálamönnum og mannréttindahreyingum, það skiptir líka máli að hinn almenni borgari komi skoðunum sínum á framfæri við stjórnvöld.

Við erum komin með yfir 1000 undirskriftir á þessa áskorun til forsætisráðherra. Höldum áfram. Hættum ekki fyrr en ríkisstjórn Íslands tekur afstöðu gegn stríðsrekstri og mannréttindabrotum. Látum Tyrki vita hvað okkur finnst um framgöngu þeirra gegn Kúrdum og látum ríkisstjórnina vita að við viljum að þau taki afstöðu.

Share to Facebook