Af hverju þurfa blaðamenn ekki að geta heimilda?

Af hverju eru blaðamenn undanþegnir þeirri ágætu reglu að geta heimilda? Ég fer ekki fram á að þeir stofni heimildamönnum sínum í lífshættu en í flestum tilfellum væri mjög handhægt fyrir netmiðla að tengja beint á þær fréttir og greinar sem umfjöllun þeirra er unnin upp úr.

Á hverjum degi rekst ég á efni sem mér sýnist á einhvern hátt vafasamt og engra heimilda getið. Stundum eru augljósar þýðingarvillur í textanum, stundum er upplýsingum um málið svo illa ábótavant að það er ekki nokkur leið að mynda sér skoðun á því og stundum dettur mér jafnvel í hug að farið sé rangt með staðreyndir. Oft innihalda fréttir texta í gæsalöppum, sem eðlilegt er að túlka sem beina tilvitnun, en samt sem áður fylgja engar upplýsingar um það hvaðan textinn er fenginn.

Tvö dæmi:
Efsta frétt á Pressunni þegar þetta er skrifað.
Mest lesna frétt á DV þegar þetta er skrifað.
Mér finnst líka furðu sæta að þegar fólk mótmælir fréttaflutningi og segir fréttina ekki standast, þá er svarið iðulega; „fréttastofan stendur við fréttina“, án þess að hún þurfi að færa fram nein gögn máli sínu til sönnunar.

Það þættu hvergi annarsstaðar tæk vinnubrögð að segja; þetta er víst svona, ég er að segja þér það. Nema jú, hjá trúfélögum, stóriðjusinnum og fórnarlambsfeministahreyfingum.

 

 

Share to Facebook

1 thought on “Af hverju þurfa blaðamenn ekki að geta heimilda?

 1. ——————————-

  http://www.closeronline.co.uk/RealLife/Reallifestories/i-pass-off-hangovers-as-morning-sickness-pregnant-binge-drinker.aspx?dateonline=Tuesday+12+July+2011

  Posted by: Þorsteinn Úlfar Björnsson | 13.07.2011 | 10:36:29

  ——————————-

  Takk Þorsteinn. Hversvegna ætli sá ömurlegi blaðamaður sem skrifar undir dulnefninu ritstjórn dv hafi sleppt því að setja þennan tengil í „fréttina“?

  Posted by: Eva | 13.07.2011 | 11:35:08

Lokað er á athugasemdir.