Enginn veit neitt í sinn haus

Náði tali af enn einum hálfvitanum í Sýrlandi. Hann skildi mig illa og ég er ekki viss um að hann hafi áttað sig á því hvað ég var að spyrja um. Það virðist vera vinnuregla hjá þeim að tilkynna andlát ef hefur ekki spurst til manns í 10 daga. Þetta var tilkynnt á FB 6. mars sem er 10 dögum eftir 24. Febrúar en Fatíma hefur eftir einhverjum í Afrín að 24. Feb sé tilkynningardagurinn. Ég margreyndi að fá hann til að nefna dagsetningu en hann stagaðist bara á því að þegar væri búið að leita í 10 daga væru menn taldir af. Hann virtist ekkert vita hvort var farið eftir þeirri reglu í þetta sinn en hafi það verið gert hefur Haukur horfið 14. Febrúar. Skv. livemap var gerð loftárás í nágrenni Badina þann dag. Þannig að þær uppýsingar sem við höfum gera það jafn líklegt að hann hafi horfið 14 og 24.

Ég hef verið í sambandi við Dirk Campbell, sem missti dóttur sína í orustu í Afrín nú í mars. Hann hefur það eftir starfsmanni RK í London að samstarf við Rauða hálfmánann sé mjög erfitt því jafnvel þótt líðsmönnum Rauða hálfmánans verði hleypt inn á svæðið fljótlega séu ekki miklar líkur á að þeir skili líkum því þeir séu undir hælnum á tyrkneskum yfirvöldum. Ef Haukur er látinn er líklegast að líkinu verði hent í tyrkneska fjöldagröf. Kúrdar eiga ekkert líkhús svo þeir koma líkum útlendinga í hendur Rauða Krossins ef það er mögulegt. Ef ekki þá eiga þeir ekki annars úrkosta en að grafa líkin án þess að borin séu kennsl á þau. Það eru m.o.ö. litlar líkur á því að við fáum staðfestingu á andláti Hauks nema Rauða Krossinum verði hleypt inn.

Það hefur enginn tekið saman eigur hans. Gaurinn sagði að kannski hefði einhver félaga hans gert það en hann skyldi biðja um að yrði leitað að þeim. Staðan er semsagt sú að við vitum ekkert, munum sennilega aldrei fá neina staðfestingu og að svo til allt sem Haukur hefur skrifað síðasta árið er sennilega glatað og mikið af því sem hann skrifaði 2015-2017 líka.

Deila færslunni

Share to Facebook