Eftirfarandi samantekt birtist hér

Johan Giesecke er einn af fremstu faraldursfræðingum veraldar. Hann er ráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar varðandi kórónufaraldurinn og ábyrgur fyrir ráðningu Anders Tegnell sem fer með með yfirstjórn sóttvarna í Svíþjóð. Hann er jafnframt yfir Evrópumiðstöð sóttvarna og ráðgjafi framkvæmdarstjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.https://www.youtube.com/embed/bfN2JWifLCY?feature=oembed

Í viðtali við netmiðilinn UnHerd, sem beitir sér gegn hjarðhugusn, færir Giesecke eftirfarandi rök fyrir ágæti sænsku leiðarinnarinnar í viðbrögðum við kórónuveikinni:

  • Sú stefna Bretlands og fleiri Evrópuríkja að beita lokunum og samkomutakmörkunum er ekki byggð á vísindum
  • Rétta stefnan er sú að vernda aðeins eldri borgara og þá sem eru veikir fyrir
  • Sú stefna mun á endanum leiða til hjarðónæmis, þótt það sé ekki markmið heldur afleiðing
  • Upphafleg stefna sem Bretar tóku, áður en þeir tóku u-beygju í málinu, var betri
  • Grein Imperial College var ekki sérlega góð og hann hefur aldrei séð óbirta grein hafa svo mikil pólitísk áhrif
  • Allt of mikillar svartsýni gætir í greininni
  • Öll slík módel eru vafasamur grundvöllum fyrir opinberri stefnumótun
  • Ástæðan fyrir því að kúrfan flest út er sú að þeir viðkvæmustu deyja fyrst, ekkert síður en varúðarráðstafanir stjórnvalda
  • Niðurstaðan verður á endanum svipuð í öllum löndum
  • Covid-19 er mildur sjúkdómur, svipaður flensu, fólk varð óttaslegið vegna þess að sjúkdómurinn var óþekktur
  • Andlátstíðni af völdum sjúkdómsins er um 0.1%
  • Þegar verður hægt að gera mótefnamælingar á stórum skala mun koma í ljós að minnsta kosti 50% þýðisins, bæði í Bretlandi og Svíþjóð hafa þegar smitast.