Bara svo það sé á hreinu: Ég er ekki að mæla með sokkaböndum og korseletti á 10 ára eða að segja að enginn hafi nokkurntíma markaðssett óviðeigandi leikföng eða grímubúninga fyrir börn. Mér finnst hinsvegar meira í ætt við paranoju en skynsemi að sjá klám í blómálfabúningi, skvísufötum og öllu þar á milli. Það er hægt að sjá klám í öllu. Ef maður endilega vill.

 

Barstúlkubúningurinn er glyðruleg útfærsla á þjóðbúningi. Grímubúningurinn ennþá glyðrulegri útfærsla á barstúlkubúningnum. En rótin er þjóðbúningur. Hvað sérð þú í þessum barnabúningum? Þjóðbúning eða klám? Þú mátt ráða.