Vísur handa manninum sem átti ekki tíkall

Víst ég er í vanda stödd
viti firrt og láni
Fyrir þinni flauelsrödd
féll ég eins og kjáni.

Ótal konur elska þig
engri trúr þótt reynist.
Það er líkt um þær og mig,
þræll í hverri leynist.

Satinhörund, silkihár,
söngur hreinn og þýður.
Frjór í hugsun, fyndinn, klár,
frekjan í þér sýður.

Úávið þótt frjáls og fús
fegri eg þína bletti,
oft mér líður eins og mús
undir fjalaketti.

Share to Facebook