Spegill spegill …

Himingeimstunglkringlukastarinn varpaði
hnattljósi úr augntóttum festingar
niður á bitfreðna jörð.
Féll það sem birta
á blásvellað Lagarfljót auga míns,
vetur er syrti minn hug.

Sprungu mér dimmblóm úr augnsteinum,
frostrósarsveigum, héluðum, lögðu þeir
gluggann minn, gegnsæja, þögla.
Speglaði hann næturlangt mynd mína synduga, ljóta.

Starði ég furðulostin í frostgárað glerið
og augnspjóti í speglinn kastaði
fast
svo bryti ég sundur í flýti þá óyndismynd.

Horfði eg þögul í Lagarfljótsljósspegil brotinn.
Beindi hann fleygðari egg
að bláma míns glugga.
Risti á ósonlag augans,
vakir á ís.

Share to Facebook