Óður til haustsins

Hvílíkur misskilningur, hvílíkur reginmisskilningur hjá honum Jóhanni að dagar haustsins séu sjúkir. Vissi hann það ekki maðurinn að haustið er súludræsa lífsins en ekki dauðans og að litklæðin eru tákn þess sem þrátt fyrir allt lifir veturinn af? Því náttúran veit að sú sem vill láta serða sig þarf fyrr eða síðar að fækka fötum og ekki síður vænlegt til árangurs að þær spjarir séu þokkalega eggjandi. Þessvegna skrýðist hún litum, ástríðulitum skrautflíkum sem auðvelt er að fella, dillar sér eftir hljómfalli vindanna og flettir sig klæðum, uns hún stendur allsnakin frammi fyrir pervasjónum almættisins; reiðubúin, blygðunarlaus, heilbrigð.

Share to Facebook