Fæðing

Það rigndi
daginn sem þú komst í heiminn.

Ég horfði á regnið lemja glugga fæðingarstofunnar
á gráasta degi þessa sumars
og fann minna fyrir eftirvæntingu en þreytu.

Anda, ýta, anda, ýta,
ætlar þetta aldrei að taka enda?
Regnið hætt að lemja
og ég tel dropana sem renna niður rúðuna
hægar og hægar.

Svo ein hríðin enn
og skyndlilega –
fagnandi rödd ljósmóðurinnar:
„Sjáðu, sjáðu strákinn!“
og eitthvað heitt og blautt á maganum
og tvö lítil augu
sem horfa.

Tvö lítil, dökk augu
sem horfa,
rannsakandi,
hljóðalaust.
Hvernig er það annars með svona börn,
eiga þau ekki að gráta?

Loksins org
og leitandi munnur
Og alla tíð síðan
sól.

Share to Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *