Varúð! Þessi færsla er röfl sem þú nennir ekki að lesa, hugsa um eða hafa skoðun á

Ég komst ekki á Víðimelinn í dag. Ætlaði að taka saman eitthvað smáræði um Tíbet en fann þessa athyglisverðu og auðlesnu umfjöllun í staðinn.

Ég mætti á aðalfund félagsins Ísland Palestína í gær og það var fróðlegt eins og endranær.
Allir vita að fólk er stöðugt að deyja og slasast í skotárásum í þessu volaða landi en vissir þú t.d:

-að um 40% palestínskra karlmanna hafa setið í fangelsi?
-að þegar lög voru sett, sem bönnuðu giftingar milli Ísraelsmanna og araba, voru þau gerð afturvirk og fjölskyldufólk sótt inn á heimili sín og rekið yfir landamærin?
-að Palestínumenn eru undir herlögum, sem merkir m.a. að hershöfðingjar geta ákveðið að tiltekin athöfn sé ólögleg, án þess að nein lög séu samþykkt eða kynnt?
-að stundum er fólk dæmt á grundvelli „leynigagna“ sem hvorki verjandinn né sakborningurinn fá að sjá eða vita hver eru og að stundum er jafnvel sakarefnið sjálft leynilegt?
-að stóri hópar landnema hafa rekið fólk út af heimilum sínum og sölsað þau undir sig án þess að herinn geri nokkuð til að stoppa það?
-að þegar fórnarlömbin reyna að fara löglega leið til að fá heimili sín aftur, hefur hústökuliðið venjulega öðlast eignarrétt á þeirri forsendu að það hafi lagt í kostnað til viðhalds á húsnæðinu?
-að sumsstaðar er Palestínumönnum bannað að aka bíl?
-og að þótt þeir eigi að nafninu til rétt á sjúkraflutningum, eru dæmi um að fólk þurfi að bera slasaða og sjúka á börum bæjarenda á milli og að börn hafi fæðst heima eða úti á götu vegna þess að sjúkrabíllinn kom bara ekkert?
-að dæmi eru um að hermenn hafi skotið gúmíkúlum (sem eru bara gúmíhúðaðar stálkúlur sem oft hafa valdið örkumlun og dauða) á 5-6 ára börn fyrir að kasta steinum að skriðdreka?
-að Ísraelsmenn sem mótmæla múrnum og aðskilnaðarstefnunni missa leikskólapláss og önnur félagsleg réttindi?
-að svokallaðir landnemar næta iðulega við jarðarfarir Palestínumanna til að fagna dauða arabans með söng og dansi og að alltaf má eiga von á því að hermenn komi og geri vopnaleit á öllum jarðarfarargestum?

Ég gæti haldið áfram lengi kvölds og samt hef ég ekki einu sinni komið þangað og ekki eru það dagblöðin og rúv sem upplýsa okkur um þennan hvunndagsveruleika. Þessar upplýsingar koma aðallega frá túristum og sjálfboðaliðum sem hafa orðið vitni að ástandinu og eru að hamast við að vekja athygli á því. Það mun nefnilega ekkert skána, ekki í Paelstínu, ekki í Írak og ekki í Tíbet, fyrr en venjulegt fólk sem hefur engin völd, hefur aldrei komið nálægt stjórnmálum og skuldar meira en það á, kemst að þeirri niðurstöðu að mannréttindabrot í öðrum löndum komi okkur við.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago