Pistlar um samfélagsmál

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn Kvennablaðsins.

Ritstjórn hafði brýnni verkefnum að sinna en þeim að hlusta á fulltrúa ríkisstjórnarinnar (svo sem að leggja sig og horfa á málningu þorna) og mætti því ekki á fundinn. Í ofurtrausti sínu á meginstraumsmiðlum taldi ritstjórn víst að þeir myndu gera rækileg skil öllu sem meðlmir hennar teldu áhugavert. Það reyndist ofmat því þrátt fyrir lúslestur allra frétta af fundinum hefur ritstjórn enn ekki fundið neina heimild fyrir því að samþykkt hafi verið að ráðherrar skuli undanþegnir tveggja metra reglunni.

Af myndinni að dæma hefur banninu þó verið aflétt gagnvart ráðherrum og vakna nú spurningar um það hvort fleiri fínimenn hafi fengið nærveruvottun og hvort ráðherrar þurfi nokkuð að þvo sér.

Kannski reyni ég að afla upplýsinga um það á næstu dögum. Nema ég finni mér eitthvað áhugaverðara að dunda við í kófinu.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago

Söguförðun Umboðsmanns barna

Þann 29. apríl birti formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett 28.…

54 ár ago