Þann 29. apríl birti formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett 28. apríl. Þar gagnrýni embættið félagið fyrir að ákveða verkfallsaðgerðir án samráðs við börn sem liðu fyrir þær og ættu samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna rétt til menntunar.

Bréf umboðsmannsins vakti nokkra furðu. Bæði þótti það undarleg túlkun á ákvæði barnasáttmálans og meginreglum barnalaga að börn ættu að hafa eitthvað um það að segja hvort launafólk beiti þeim ráðum í kjarabaráttu sinni sem lög gera ráð fyrir en einnig þótti umvöndunartónninn í bréfinu óviðeigandi. Þá var einnig bent á að sambærilegar umvandanir væri ekki að finna í bréfi sem embættið sendi Sambandi íslenskra sveitarfélaga af sama tilefni.

Á vefsíðu Umboðsmanns barna hefur nú verið birt bréf, dagsett 4. maí, þar sem fram kemur að brot úr bréfi embættisins til Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi fallið brott fyrir mistök, þegar það var sent.

Athygli vekur að á vefsíðu embættisins hefur fyrra bréfið til Sambands íslenskra sveitarfélaga verið fjarlægt. Í stað þess er birt bréf, dagsett 28. apríl, þar sem felldur er inn skáletraður kafli sama efnis og sá kafli bréfsins til Eflingar sem þótti hvað athugaverðastur.

Það telst varla í anda gegnsærrar stjórnsýslu að fjarlægja fyrra bréfið, auk þess sem ósennilegt verður að telja að seinna bréfið hafi verið sent þann 28. apríl. Þar sem tilkynning um leiðréttingu er birt á vefnum er varla hægt að tala um fölsun, en orðið „söguförðun“ á ágætlega við.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago