Þórey liggur sjálf undir grun

Þetta viðtal við Þóreyju Vilhjálmsdóttur er einhver aumasta tilraun til yfirklórs sem ég hef nokkurntíma orðið vitni að.

Fyrst talar hún um að fjölmiðlar hafi vitnað í „minnisblað úr ráðuneytinu“. Svo heldur hún því fram að búið sé að sýna fram á að blaðið hafi ekki farið úr ráðuneytinu. Þetta er þversögn. Enginn annar en ráðuneytið hafði aðgang að skjalinu, það fór því augljóslega þaðan.

Þórey segir einnig að ráðuneytið sé búið að gera allt sem hægt er til að komast til botns í þessu máli.  Það er tóm tjara. Venjulega er hægt að eyða ummerkjum um að póstur hafi verið sendur og varla eru símtöl starfsmanna hleruð svo það hlýtur að vera mögulegt að einhver hafi lesið textann af blaðinu upp fyrir blaðamann eða einhvern annan. Ef er á annað borð hægt að færa sönnur á að texti skjalsins hafi ekki verið sendur úr ráðuneytinu er augljóst að einhver sem hafði aðgang að skjalinu, t.d. ráðherra, aðstoðarmaður ráðherra eða annar hátt settur starfsmaður, hefur prentað það út og tekið það með sér út úr ráðuneytinu. Ef ráðherra hefði viljað komast til botns í málinu hefði gagnaþjónaðurinn auðvitað verið kærður strax og tæknideild lögreglunnar falið að rannsaka persónulegar tölvur og síma starfsmanna.

Vonandi leiðir rannsókn ríkissaksóknara í ljós hver starfsmanna innanríkisráðuneytisins lak skjalinu. Þórey hlýtur að vera mér sammála um það. Hún tilheyrir nefnilega sjálf þeim fámenna hópi sem kemur til greina og eina leiðin til þess að hreinsa hana er sú að brotið sannist á einhvern félaga hennar. En kannski þarf ríkissaksóknari ekki að sækja vöndinn. Kannski er sá sem lak skjalinu nógu vönduð manneskja til þess að játa og hreinsa þannig sína nánustu samstarfsmenn. Kannski.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago