Blaðamannaverðlaun Evu Hauksdóttur voru afhent í fyrsta sinn sunnudagskvöldið 22. desember.  Þrír blaðamenn hlutu viðurkenningar að þessu sinni.

Jóhann Páll Jóhannsson hlaut titilinn Efnilegasti blaðamaðurinn, 2013

Jóhann Páll hefur á árinu sýnt einlægan áhuga á því að fylgja fréttum eftir af einurð þrátt fyrir svartregðu ráðamanna og opinberra stofnana, einkum með fréttaflutningi sínum af leka innanríkisráðuneytisins á trúnaðargögnum.

Jón Bjarki Magnússon hlaut titilinn Blaðamaður íslands, 2013

Jón Bjarki hefur lagt áherslu á ítarlegan fréttaflutning og vandaðar fréttaskýringar. Hann hefur öðrum blaðamönnum fremur krafið yfirvöld skýringa á málum sem ráðamenn og opinberar stofnanir hafa skotið sér undan að ræða og svarað þöggunartilburðum með því að leita svara annars staðar. Sem dæmi um framúrskarandi blaðamennsku má nefna umfjöllun hans um stuðning Íslands við þjálfun pyntingasveita á vegum Nató, tengsl greiningardeildar ríkislögreglustjóra við erlendar njósnastofnanir og leka innanríkisráðuneytisins á trúnaðargögnum.

Lára Hanna Einarsdóttir hlaut titilinn Besti bloggari Íslands

Lára Hanna Einarsdóttir hefur um árabil verið einn áhrifamesti bloggari landsins.  Pistlar hennar eru byggðir á rannsóknarvinnu, þeir eru upplýsandi, vel skrifaðir og mikilvægt innlegg í samfélagsumræðuna. Auk þess að skrifa hefur Lára Hanna klippt saman afhjúpandi myndbönd sem hafa notið mikilla vinsælda. Ennfremur hefur hún tekið að sér ólaunaða þjónustu við almenning með því að setja á netið myndskeið úr fréttum Ríkisútvarpsins, sem oft kemur sér vel þar sem ekki er hægt að treysta því að efnið sé aðgengilegt á vef RÚV.
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago