Ég er sjaldan sammála forsætisráðherra en nú ber svo við að ég get tekið heilshugar undir tvennt sem hann hefur látið hafa eftir sér á örfáum dögum.

Í fyrsta lagi finnst mér ágætt að ráðamenn hugsi upphátt. Það er auðveldara að sjá í gegnum þá þegar þeir gera það. Þetta sést glögglega af dæmi Vigdísar Hauksdóttur sem hefur hugsað upphátt alveg frá því að hún varð áberandi á sviði stjórnmála, en hún blekkir fáa, ef nokkurn.

Hinsvegar er ég því sammála að setja mætti lög gegn lobbýisma. Ég tek undir það og bæti lýðskrumi við. Nú vill svo til að lýðskrum er samofið öllu starfi Framsóknarflokkins. Kosningaloforð Framsóknar reynast innihaldslítið lýðskrum. Framsóknarflokkurinn er mesti lobbýistaflokkur landsins, hann heldur verndarhendi yfir hagsmunasamtökum á borð við Bændasamtökin og situr leynifundi með LÍÚ, voldugustu hagsmunaklíku landsins.

Ef lobbýismi og lýðskrum yrði bannað yrði starf Framsóknarflokksins, í þeirri mynd sem við þekkjum það, þar með ólöglegt.

Segið svo að það komi ekki góðar tillögur frá forsætisráðherra þegar hann loksins fer að hugsa upphátt.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago