Á bloggsíðu Heimis L. Fjeldsted hefur skapast áhugaverð samræða milli mín og Sigurjóns Vilhjálmssonar um áliðnaðinn. Þar sem við Sigurjón erum komin nokkurn veg frá efninu sem Heimir lagði upp með, finnst mér hálf óviðkunnanlegt að einoka bloggið hans undir þá samræðu. Ég kýs því að svara Sigurjóni hér.Sæll Sigurjón

Þú veltir því fyrir þér hversvegna hreyfingin heiti Saving Iceland og kenni sig við náttúruvernd, þegar mannréttindi á öðrum svæðum jarðarinnar skiptir hana svo miklu máli.

SI hefur það að meginmarkmiði að forða náttúru Íslands frá því að vera lögð í rúst. Annað stórt markmið er að þrýsta á álfyrirtæki og ríkisstjórnir um að virða rétt fólks til lífsafkomu, öryggis og heilbrigðis. Við getum ekki litið á Ísland sem einangrað fyrirbæri, umhverfisáhrif á Íslandi koma öllum við og umhverfisáhrif á Jamaica koma öllum við líka. Það sama á við um meðferðina á manneskjum, Samhliða og í tengslum við Saving Iceland starfa ýmsar hreyfingar í sama anda og ber þar fyrst að nefna Saving Trinidad & Tobago.

Ég er sammála þér um það að stjórnvöld ættu ekki að láta þetta viðgangast. Eitt vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er það að valdið er smámsaman að flytjast frá ríkisstjórnum og yfir til stórfyrirtækja. Rík fyrirtæki geta auðveldlega falsað gögn, kúgað og mútað og blekkt. Jafnvel á Íslandi frjálsrar fjölmiðlunar, komast stórfyrirtæki upp með svona blekkingarleiki:

án þess að stjórnvöld og fjölmiðlar átti sig á því. Og þegar spilling og fáfræði bætist við andvaraleysið, gerast ljótir hlutir. Það sem hefur breyst á Jamaica er að báxítnámum hefur fjölgað. Það sama á við um Ástralíu.

Af hverju heldurðu að myndböndin sem ég benti á séu frá 1992? Ég er alls ekki að rengja þig og það er alveg hroðalegur galli hjá JEBO að tímasetja ekki efni sitt almennilega, en ég hélt að Rusal hefði keypt Windalco 2007 og á fyrsta bandinu kemur fram að nú eigi Rusal Windalco. Ég hélt þessvegna að þetta væru frekar nýleg nýlegbönd. Endilega leiðréttu mig ef mér skjátlast. Hér eru tenglar á greinar sem er ekki aftan úr fornöld en ég er ekki með neinar glænýjar heimildir fyrir framan mig. http://www.corpwatch.org/article.php?id=14201http://epubl.luth.se/1404-5508/2003/087/LTU-SHU-EX-03087-SE.pdf

Vandamálin eru því miður ekkert bara á Jamaica og Indlandi. Fátæklingar um allan heim þjást vegna yfirgangs stóriðjunnar, fyrir nú utan það að framtíð jarðarinnar er bara í stórhættu. Við getum ekki, sem siðferðisverur, horft fram hjá þessu, bara vegna þess að stóriðjan skapar nokkur störf á Íslandi. Við verðum að þrýsta á ríkisstjórn Íslands um að hætta að greiða götu fyrirtækja sem hegða sér svona. Við verðum líka að beita fyrirtækin beinum þrýstingi en bíða ekki bara eftir að stjórnvöld átti sig.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago