Spunkhildur vill að kirkjan komi að verkfallsmálum

Spunkhildur nokkur, bráðskemmtilegur bloggari, stakk upp á því núna um daginn að kirkjan legði sitt af mörkum til að auðvelda þjóðinni þetta langa og stranga kennaraverkfall. Rökin eru auðvitað þau að það sé og hafi verið yfirlýst stefna kirkjunnar að styðja þá sem eiga við vanda að etja og að kirkjan hljóti að tileinka sér orð Krists „leyfið börnunum að koma til mín“.

Með því að opna kirkjur landsins fyrir verkfallsbörnum, yrði daggæsluvandi foreldra leystur án þess að hægt væri að ásaka nokkurn um verkfallsbrot því það er vissulega hlutverk presta að gæta, styðja, hjálpa og leiðbeina. Einnig má færa rök fyrir því að til þess að börn eigi möguleika á að alast upp sem sannkristið fólk, verði þau að geta lesið Biblíuna og því sé það siðferðileg skylda presta að kenna þeim að lesa, hvað sem öllu verkfalli líður. Við þetta má svo bæta að kirkjan ætti einnig að geta notað þetta tækifæri til að krækja sér í nokkrar sálir (eða bjarga þeim frá trúleysi) þannig að það er til þó nokkurs að vinna og fólki væri auðvitað í sjálfsvald sett hvort það sendi börnin í kirkju eða ekki.

Mér þætti gaman að heyra hvernig prestum og guðfræðingum líst á tillögu Spunkhildar.

Svo verð ég endilega að koma því að sem víðast að bókin mín er komin út. Meira um það á persónulega vefnum mínum

 

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago