Gagnrýni eða öllu heldur sleggjudómar sem dynja á hreyfingunni Saving Iceland verða æ grátbroslegri. Í fyrra var algengt að íslenskir plebbar gagnrýndu meðlimi SI aðallega fyrir druslulegt útlit og annað þjóðerni en íslenskt. Þessa dagana er algengt að gagnrýnin sé á þessa leið:
-Þessar aðferðir skila engu.
-Þau vita ekki einu sinni hverju þau eru að mótmæla.
-Þetta eru bara athyglissjúkir fávitar.
Hreyfingin hefur þegar náð þeim árangri að halda umræðunni vakandi í þrjú ár. Ég auglýsi hér með eftir upplýsingum um þann gífurlega árangur sem hefur náðst með endalausum mótmælastöðum, skiltaburði, bréfaskrifum, blaðaskrifum, metsölubók og fjölmennustu götumótmælum Íslandssögunnar. Ég hef nefnilega ekki orðið vör við hann.
Ég auglýsi ennfremur eftir rökum fyrir þeirri skoðun að meðlimir Saving Iceland viti ekki um hvað þeir eru að tala. Eru einhverjar staðreyndavillur á netsíðunni þeirra eða hafa talsmenn hópsins farið með fleipur?
Ég auglýsi eftir yfirgripsmikilli þekkingu landans á nöfnum og andlitum þeirra sem hafa sett sig í mesta hættu í beinum aðgerðum. Sjálf er ég sannfærð um að fáir þekkja aðra en þá sem hafa verið talsmenn hópsins. Það er vissulega rétt að aðgerðasinnar vilja vekja athygli á málstað sínum en ég sé ekkert sem bendir til persónulegrar athyglissýki.
Ég lofa volgu blautbloggi með trúarlegu ívafi ef ég fæ almennilegt svar.
Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…
Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…
Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…
Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…
Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…
Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…