Fleiri en 800.000 Indverjar hafa hrakist frá heimilium sínum vegna stóriðju.

Miðað við þær stóriðjuframkvæmdir sem eru í deiglunni í Indlandi má reikna með að 1,5 milljón til viðbótar hrekist á vergang á næstu árum.

Í Orissa héraði einu saman eru það varlega áætlað 50.000 manns sem nú þegar hafa misst heimili sín vegna framkvæmda Alcan.

Þegar mannréttindasinnar spyrja indversk yfirvöld hvað verði um fólk sem missir allt sitt vegna stóriðju, er svarið: það fer bara eitthvert annað. Það var semsagt ekki Siv Friðleifsdóttir sem átti hugmyndina að þessum dásamlegu rökum.

Miriam Rose sker sig að nokkru leyti úr þeim fjölda erlendra aðgerðasinna sem hafa komið hingað til lands á vegum Saving Iceland. Hún hefur meiri menntun, hefur fengið skrif sín birt í tímaritum, er betur stæð fjárhagslega, er af fjölskyldu sem tekið er mark á (faðir hennar Julian Rose var t.d. ráðgjafi Kalla Prins í umhverfismálum á meðan hann bjó í Englandi) og hefur ferðast víðar en flest hinna.

Ég veit ekki nákvæmlega hversu margir útlendingar á vegum Saving Iceland hafa hlotið dóma fyrir aðgerðir sínar. Það eru minnst 30 manns. Margir þeirra hafa komið til Íslands og tekið þátt í aðgerðum oftar en einu sinni. Sumir þeirra sem eru hér núna hafa verið handteknir hvað eftir annað, jafnvel oft í sömu vikunni. Enginn hefur þó fengið hótun um brottvísun nema Miriam Rose.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago