Jarðskjálftar af mannavöldum þurfa ekki endilega að boða hamfarir

Fólk sem er búsett í námunda við Hengilssvæðið býr við stöðuga jarðskjálfta af mannavöldum. Það þykir bara allt í lagi þar sem þeir „þurfa ekki að boða frekari atburði á svæðinu„.

Einmitt það já? Það er sem semsagt ekki pottþétt að þetta fikt OR við náttúruna leiði til hamfara og þar með skulu menn bara vessgú halda kjafti og sætta sig við að jörðin skjálfi undir fótum þeirra. Af því að OR þarf að mylja undir álframleiðendur.

Með sömu rökum mætti fólk gjarnan dunda sér við að aka bílum á hús nágranna sinna, það þarf nefnilega ekki að vera merki um að húsið sé að hrynja, að vísu böggandi fyrir nágrannann en hvað með það?

Auðvitað yrði slík hegðun aldrei umborin. Það er nefnilega sitt hvað fólk og fyrirtæki. Í nafni fyrirtækis má megna andrúmsloftið, skemma náttúruperlur, valda loftlagsbreytingum og stugga þannig við jörðinni að hún hristist og skjálfi. Það er alveg sama hvaða hörmungar eru kallaðar yfir heiminn, svo fremi sem fyrirtæki er á bak við það, þykir það bara allt í lagi.

Og hvað ef það ótrúlega gerist nú samt? Hvað ef móðir Jörð fær nóg af fiktinu í OR og mótmælir með almennilegum skjálfta? Verður það þá OR sem borgar tjónið? Hver á annars OR? Og hvað ef einhver slasast? Ætlar þá OR að kyssa á bágtið?

Ég mótmælti þessum framkvæmdum á sínum tíma, lokaði vegi og lagði þar með þau skelfilegu óþægindi á nokkra af starfsmönnum Hellisheiðarvirkjunar að þurfa að ganga spottakorn, kannski 100-200 metra í vinnuna. Ég var dæmd fyrir það. OR kemst hinsvegar upp með að halda fjölda fjölskyldna í stöðugu spennuástandi með því að framkalla jarðskjálfta á svæðinu.

Finnst ykkur þetta í lagi?

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago