Þegar ég les erlendar fréttir (sem langoftast eru teknar upp úr erlendum miðlum) vil ég geta skoðað upprunalegu fréttina. Ég geri það ekkert alltaf en ég vil eiga kost á því án þess að leggjast í rannsóknarvinnu.

Almennt er talin góð regla að geta heimilda þegar maður notar efni annarra, einkum þegar það er tekið upp óbreytt. Að gera það ekki varðar m.a.s. við höfundarréttarlög. Íslenskir blaðamenn virðast almennt algerlega ómeðvitaðir um þessa ágætu reglu, allavega rekst ég daglega á erlendar fréttir sem maður þarf að hafa verulega mikið fyrir að grafa upp hvaðan eru fengnar. Stundum er fréttamiðlinn sem fréttin er tekin eftir nefndur en sjaldgæft er að netmiðlarnir tengi á heimildir. Þetta á einnig við um margt sem haldið er fram sem vísindalegum staðreyndum. „Rannsóknir sýna…“ og svo kemur t.d. einhver vafasöm næringarfræði eða fullyrðingar um fylgni milli typpastærðar og þess að hafa bólu á nefinu eða eitthvað álíka gáfulegt en „rannsóknina“ sem vitnað er í er hvergi að finna.

Ég skil ekki af hverju þetta er vandamál. Maður þarf ekki að vita neitt um meðferð heimilda til að setja inn tengil. Það eina sem þarf að kunna er að aftira vefslóðina og klístra henni inn í fréttina. Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju þessi fljótlega og þægilega leið er ekki notuð meira? Það er sennilega ekki vegna þess að fréttamenn kunni það ekki.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago