Ég var ekki fyrr búin að pósta síðustu færslu en ég rakst á þetta endemis bull.

Kona sem segist grennast um heilt kg á einni viku með því að vera í megrun þrjá daga vikunnar en borða allan „venjulegan“ mat (hvað sem það nú merkir) hina dagana.

Þetta er ekkert flókið; til að léttast um 1 kg, þarf maður að brenna 7000 7700 hitaeiningum umfram þær sem maður innbyrðir. Manneskjan borðar semsagt á þessum þremur dögum sem hún er í aðhaldi, nógu lítið til þess að hún brenni 2333 2567 he umfram það sem hún lætur ofan í sig. Hvað brennir hún eiginlega miklu? Miðað við líkamsæfingarnar sem hún gefur upp má ætla að 63 kg kona brenni um 300 he þannig að það skýrir aðeins lítinn hluta af þessari miklu megrun.

Það sér hver fáráður að þetta dæmi gengur ekki upp. Það er örugglega alveg hægt að missa kíló á viku með ströngu aðhaldi alla dagana og/eða mikilli hreyfingu en smávaxið fólk og þeir sem eru komnir yfir miðjan aldur þurfa sennilega hvorttveggja. Ef grunnþörfin (sem ræðst aðallega af óviðráðanlegum þáttum svosem kyni, aldri og hæð) er undir 1200 he á dag, getur maður ekki fækkað hitaeiningum um 7700 á viku, nema svelta sig, hvað þá á þremur dögum. Við getum reyndar aukið brennsluna en ég efast um að mörgum veitist beinlínis auðvelt að auka hreyfingu verulega mikið án þess að borða meira. (Hér er hægt að reikna út brennslu við ýmsar athafnir.)

Það er vel hægt að missa 100 grömm á viku án þess að finna fyrir því. Sú aðferð að borða enga fitu eða sykur 3 daga vikunnar getur alveg örugglega létt mann eitthvað og er eflaust heilsusamlegri en margir skyndikúrar. Og jájá, það er mögulegt að missa heilt kíló á viku en það gerist EKKI án fyrirhafnar. Ekki nema maður brenni töluvert meiru en súpermódel á fimmtugsaldri. Hugmyndin er hinsvegar áreiðanlega söluvæn.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago