Að hugsa sér örvæntinguna sem fær fólk til að gleypa sníkjudýr í von um að grennast. Hljómar eins og geðveiki ekki satt? Ég trúi því nú reyndar ekki að þetta sé „vinsæl“ grenningaraðferð en allt er víst til

En hvað erum við hin, þessi algerlega óbiluðu annars að láta ofan í okkur? Getur verið að kapítalimsinn smygli ofan í okkur efnum sem skapa hungurtilfinningu? Og ef svo er, er þá eitthvað meira brjálæði að gleypa orm sem afétur mann en að gleypa í sig mat sem lætur manni líða eins og maður sé með iðraorm og drepur mann úr offitusjúkdómum í stað þess að svelta mann? Mér var bent á þessa þætti. Mér finnst þeir umhugsunarverðir og þarna er hvorki verið að skamma fólk fyrir agaleysi né tyggja upp vitaskuldir á borð við þá að fita stafi af ofáti eins og einhverja möntru, heldur einmitt að leita skýringa á því hversvegna svona ofboðslega margir borða meira en þeir þurfa og hversvegna offita hefur breiðst út eins og smitsjúkdómur. Ég fann ekki sjötta þáttinn á youtube.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago