Svona leit Baugur út í nóvember 2007. Sjá skrána hér að neðan. Myndin hefur eflaust breyst eitthvað síðan, kannski eru þeir búnir að selja sjálfum sér einhver þessarra fyrirtækja og skipta um nöfn eða kennitölur á þeim, kannski hafa þeir selt vinum sínum einhver þeirra og keypt einhver önnur af vinum sínum, en myndin gefur þó nokkra hugmynd um það hverskonar bákn þetta veldi er orðið.

Sér fólk virkilega ekki neitt hættulegt við það að sömu menn eigi meirihlutann af öllum stórfyrirtækjum í landinu, sama á hvaða sviði þau starfa? Og málið er að þeir eiga ekki einu sinni rassgat. Þeir skulda 950 milljarða, SAMT hafa þeir völd yfir viðskiptalífinu, stjórnmálamönnunum og fjölmiðlunum.

þessir menn geta stjórnað nánast öllu sem skiptir máli hér og þeir gera það. Þeir eru búnir að gera okkur gjaldþrota en það ná engin lög yfir svikamyllurnar sem þeir hafa snúið á hlutabréfamarkaðnum.  Þessir menn mega ekki vaða uppi hérna öllu lengur, svo í guðanna bænum hættum að versla við þá.

Sveltum svínið. Verslum frekar við Krónuna og Nettó, það eru ekkert fullkomin fyrirtæki en við verðum að koma þessum mönnum frá völdum. Fólk hefur verið að hafa samband við mig og hvetja til þess að sniðganga frekar 10/11 og Hagkaup. Við ættum vitanlega að sniðganga þær búðir líka en sennilega er Þorláksmessugróðinn mestur í Bónussbúðunum og einhversstaðar þarf að byrja.

 

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago