Hvernig stendur á því að um leið og við eltum ólar við allar tækninýjungar á markaðnum, ríkir mikil hrifing á aldagömlum lækningaaðferðum? Talsmenn náttúrulækninga halda því gjarnan á lofti að aðferðirnar séu fornar, rétt eins og það tryggi gæðin. Mér finnst þetta mjög flippað því hrifning á fortíðinni tengist yfirleitt söguskilningi og listhneigð en ekki gagnsemi í nútímanum. Við hrífumst af gömlum dómkirkjum og skinnhandritum vegna þess að þau bera vott um afrek þess tíma. Við varðveitum sögu siglinganna og skólanna af því að við viljum vita hvaðan við komum. Þó dettur engum heilvita manni í hug að markaðsetja byggingafyrirtæki eða skipafélag út á „aldagamlar aðferðir“ en þegar heilsa fólks er annarsvegar er eins og sumir trúi bara ekki á úreldingu.

Ég er alls ekki að gagnrýna þá sem reyna að forðast kemísk lyf og læknisaðgerðir. Ég er viss um að það er oft skynsamlegt að prófa að borða meira af gulrótum og minna af kokteilsósu áður en maður drífur sig í skurðaðgerð, drekka jurtaseyði áður en maður prófar hormónalyf og fara í nudd í stað þess að gleypa vöðvaslakandi lyf. Ég er hinsvegar hissa á því hvað er hægt að selja fólki mikð af vafasömum lækningum með orðunum „aldagamlar lækningaaðferðir“. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna fólk er til í að nota úreltar aðferðir gagnvart heilsu sinni þegar sama fólk myndi frekar setja sig í skuldir til að eignast fullkomnasta gsm síma á markaðnum en að láta sér detta í hug að taka upp blað og penna og skrifa sendibréf?

 

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago