Til skamms tíma voru allar hugmyndir mínar um krufningar sóttar í ameríska sjónvarpsþætti sem ég er ekkert viss um að séu áreiðanlegar heimildir. Ég hef heldur aldrei hugsað mikið um þær. Í síðustu viku sá ég viðtalsþátt sem vakti hjá mér nokkrar spurningar sem varða krufningar og saursöfnun í ristli. (Ath að myndskeiðið er ekki úr þeim sama þætti)

-Þegar lík er krufið, eru þá hægðirnar vigtaðar?
-Eða er það bara gert ef þær eru óvenju miklar?
-Eða ef hinn látni var frægur?
-Hvar eru skýrslur um þann kúk sem finnst í líkum varðveittar?
-Eru til heimilidir um hægðamagn í ristli fleiri frægra manna?

Nú var Elvis afmyndaður af spiki á þess tíma mælikvarða en hann þætti ekkert svo rosalegur í dag. Ég trúi því alveg að hann hafi verið fullur af skít en 60 kg hljómar eiginlega svolítið ýkt. Ég er sjálf 46 kg og mér finnst frekar óhugnanlegt til þess að hugsa að ég hefði komist fyrir í ristli hans ásamt þokkalegum bakpoka. Gæti alveg verið efni í hryllingsmynd. Reyndar hef ég aldrei séð svo mikinn kúk samankominn nema þá í fjóshaug.

Viðtalið kveikti hjá mér hugmynd að raunveruleikaþáttum sem ættu að geta slegið öll áhorfsmet en þar sem ég hef nóg annað að gera vil ég varpa hugmyndinni til þeirra sem vildu nýta sér hana. Einhver ætti að taka sig til og gera sjónvarpsþætti þar sem frægir fituhlunkar láta skola út úr saurbænum á sér og vigta afrekin. Þeir gætu t.d. heitað „Þrykkt úr þarminum“.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago