Þetta samtal er tekið beint upp af einkamal.is, engu breytt, nema nöfnum, ekki einu sinni stafsetningu. Ég vissi að svona viðhorf væru við lýði en fólk sem flíkar þeim hefur haldið sig blessunarlega fjarri mér og það kemur hálfilla við mig að fá staðfestingu.

Eva: Stóriðjusinni?
Himneskt-n: af því marki að ég hef atvinnu af því
En ég er mikið að spá í að flytja suður aftur eða þar sem atvinnu að hafa
Eva: Nú? Ég hélt að þetta stórðiðjubrölt hefði átt að útrýma atvinnuleysi á Austurlandi. Er ekki allt fullt af útlendingum þarna vegna skorts á íslensku starfsfólki?
Himneskt-n: það ekki skortur á Íslendingum heldur er þeim vikið til hliðar til koma þessum helvítis Po´lverjum að og þrælvanir bílstjorar eru að missa vinnuna í staðin fyrir pólverja sem eru ekki vanir þessum hættulegu fjallvegum sem eru hérna það er engin skortur á Íslensku starfsfólki
Eva: Fá Pólverjarnir lægri laun?
Himneskt-n: jú en sammt eiga þeir ekki að taka af okkur vinnuna
Eva: Nei, það er satt. Ekki myndum við Íslendingar fara til annarra landa og taka vinnuna frá fólkinu þar þótt við fengjum 7 sinnum hærri laun en við eigum kost á hér.
Himneskt-n: nei mér fynnst líka að við ættum að hafa forgang í okkar heimalandi með vinnu og ekki láta þennan Po´lverja lýð vaða yfir okkur eins og farsótt

Ég held nú samt að heiðríkjan hjá þessum toppi þann himneska-n.

Gott ef Geir trónar ekki á toppnum á listanum yfir fífl mánaðarins með þeim ummælum sínum að Byrgiskonurnar hefðu nú kannski orðið óléttar hvort sem var.

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago