Vér erum ÞJÓÐIN.

-Þjóðin sem lét tvo feita karla komast upp með að skrá okkur sem stuðningsaðila við árás á þjóð sem aldrei hefur gert neitt á okkar hlut. Og kaus sömu labbakútana aftur!

-Þjóðin sem tekur með virktum á móti glæpamönnum og kúgurum sem koma hingað í opinberar heimsóknir en sigar lögreglu á þá sem mótmæla mannréttindabrotunum sem þessir tignu gestir hafa staðið fyrir.

-Þjóðin sem hefur það á stefnuskrá sinni að drekkja sem flestum náttúruperlum í þágu erlendra stóriðjujöfra.

-Þjóðin sem hefur grenjað út undanþágur frá Kyoto-bókuninni og ætlar sér að væla út meiri sóðaskapsívilnun.

-Þjóðin sem stundar hvalveiðar án þess einu sinni að geta selt kjötið, bara til að láta ekki segja sér fyrir verkum.

-Þjóðin sem sendir sitt ógæfufólk í meðferð til örlagavitleysings á Jesúflippi af því að það er auðveldara en að taka faglega á rónum og öðru undirmálsfólki.

Þetta er þjóðin sem rambar nú á barmi taugaáfalls yfir því að flokkur klæmingja ætli að halda fund í Reykjavík og þar með að rústa ímynd lands og þjóðar í augum alþjóðasamfélgasins. Halló Kalli og Bimbó! Ég sé nú ekki betur en að við séum algjörlega einfær um að verða okkur til skammar.

Og fyrst við gúterum mismunun á grundvelli siðferðis, má vænta þess að Bændasamtökin, stjórnmálaflokkarnir, Borgarstjóri og biskupinn verði sjálfum sér samkvæm og neiti framvegis að hýsa stjórnmálamenn sem ætla má að tengist mannréttindabrotum.

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago