Einkavæðing er óásættanleg

Ég er að basla við að reka fyrirtæki á núllinu og hnefanum. Að reka fyrirtæki merkir að maður kemst ekki hjá því að eiga viðskipti við banka.

Ég er að reyna að kaupa íbúð. Ég hef aldrei átt skuldlausa íbúð og ef maður á ekki helling af peningum er útilokað að komast hjá því að vera í viðskiptum við banka.

Jafnvel þótt ég væri ekki að reyna að kaupa íbúð og reka fyrirtæki er mjög hæpið að ég kæmist hjá því að eiga viðskipti við banka. Flestir atvinnurekendur krefjast þess að starfsmenn gefi upp bankareikning svo þeir geti fengið launin sín. Ég veit um einn mann sem er ekki með launareikning. Hann fær launin sín greidd með tékka, sem hann þarf að sjálfsögðu að leysa út í banka. Síðast þegar ég var í vinnu hjá öðrum stofnaði vinnuveitandinn orlofsreikning fyrir mig án þess að spyrja hvort ég kærði mig um það. Það er beinlínis gengið út frá því að fólk sé með bankareikning og ég hugsa að það yrði t.d. mjög erfitt fyrir fólk að fá greiðslur frá tryggingastofnun i öðru formi en sem greiðslu inn á bankareikning.

Þegar er nánast útilokað að lifa í samfélagi manna án þess að eiga bankareikning, er þá ekki eðilegt að líta á bankastarfsemi sem grunnþjónustu, rétt eins og heilsugæslu og skóla?

Ég vildi sjá allt öðruvísi lýðræði en það sem við höfum í dag. Ég held að sé vel hægt að byggja upp velferðarsamfélag án mikillar miðstýringar, án stjórnvalda í þeim skilningi að stjórnendur hafi völd. En veruleikinn er ekki eins og ég vil. Við búum við stjórnvald. Og fyrst við erum neydd til að búa við stjórnvald þá á það stjórnvald líka að taka ábyrgð á því að borgararnir fái þá þjónustu sem sjálf ríkisvaldið heimtar að þeir noti. Þessvegna er það gjörsamlega fráleit hugmynd að ríkið skjóti sér undan því að reka banka, skóla, almannatryggingar eða nokkuð annað sem fólk sem ýmist skyldað til að nota eða því gert ókleyft að lifa án.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago