Af hverju viðurkennir Hanna Birna núna?

Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun benti Birgitta Jónsdóttir á að í ágúst hefði Umboðsmaður Alþingis talið koma til greina að gefa Alþingi skýrslu um brot ráðherra í starfi. Hún spurði UA eftirfarandi spurninga:

  • Hvenær á þessum fimm mánuðum UA hefði orðið ljóst að ekki yrði um slíka skýrslu að ræða.
  • Hvort afstaða ráðherra sjálfs breytti einhverju um það hvort hann hefði framið afbrot í starfi.
  •  Hver væri munurinn á broti í starfi og broti á verklags og siðareglum.

Umboðsmaður svaraði þessum spurningum ekki beint en lét uppi það álit sitt að svo fremi sem UA hefði forsendu til þess að ljúka málinu sjálfur, bæri honum að gera það.  Þótt svör UA séu ekki afdráttarlaus má af þeim ráða að áform hans um að skila Alþingi skýrslu hafi verið örþrifaráð þar sem ráðherra fékkst ekki til að gefa honum réttar upplýsingar um málsatvik fyrr en 8. janúar sl. Hefði UA talið sig knúinn til að skila Alþingi slíkri skýrslu hefði Alþingi þar með þurft að taka afstöðu til þess hvort skýrslan gæfi tilefni til frekari aðgerða.

Fyrrum innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, virðist samkvæmt þessu hafa forðað sér frá hugsanlegri málssókn með því að viðurkenna að samskipti hennar við lögreglustjóra hafi verið með þeim hætti sem lögreglustjóri hafði lýst fyrir Umboðsmanni.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago