Vatnaleið

Screenshot (44)

Á þriðjudagsmorgun var svo haldið í átt að Snæfellsnesi. Ég hafði haldið að við gætum ekið allt nesið á einum degi en miðað við það hvernig við skoðum landið þyrftum við líklega viku til þess. Svona er ég nú bjartsýn.Pabbi fékk vísbendingarspurningu því við spiluðum Kópinn Kobba með Þremur á palli þegar við vorum að leggja af stað frá Grímsstöðum.

Hægt er að hlusta á lagið með þessum tengli frá Spottfinni og fyrir neðan er textinn.

Kópurinn Kobbi
Hann Kobbi litli fæddur var í votum þarabing
eitt vorið þegar sólin glóði allt um kring
og mild og hógvær austangolan elskulega blés
um eyjarnar og hólmana við Snæfellsnes.

#Jo-ho-hó!
Með hopp og hí
syndir kópurinn sjónum í.#

Og Kobbi minn að ýmsu leyti efnilegur var
og aflaði sér nauðsynlegrar menntunar:
Hann lærði að synda á bakinu og líka út á hlið
en lagði mesta áherslu á skriðsundið.

Og Kobba þótti lífið vera mjög svo merkilegt,
og margt var það sem vakti hans eftirtekt;
og oft í björtu veðri hann uppá skeri lá
og undrandi hann starði á fjöllin blá.

Og kollurnar þær undu sér, það áttu allir frí
þótt ekki virtist Kobba mikið réttlæti í því
og blikanir á meðan stóðu í hópum hér og þar
og hugsuðu um landsins gagn og nauðsynjar.

Og þegar Kobbi stækkaði hann býsna vaskur var
við veiðiskap og annað fleira þesskonar.
Í einu lagi boldangsþorska brátt hann étið gat
en báruskeljar fékk hann sér í eftirmat.

En eirðarleysi síðar fór að sækja Kobba á
hann sást ei lengur mæna á fjöllin blá.
Svo synti hann frá landi og lagði á dýpri mið
og liðið var þá breiðfirska sumarið.

eldborg

Við góndum svo dálítið á Eldborg og Gerðuberg og fórum Vatnaleiðina á Stykkishólm. Myndirnar eru teknar af netinu, hægt er að sjá hvaðan með því að smella á þær.

Snaefellsnes_by_MM

 

20160613_181804

Þessi útsýnispallur er rétt fyrir ofan Baulárvatn. Við hefðum ekki getað verið mikið heppnari með veður.

20160613_181822

20160613_181851

Ótrúlega margar sögur tengjast þessari stuttu leið, einkum Kerlingarskarði. Við fórum ekki um skarðið sjálft því ég vissi ekki hvernig það væri yfirferðar og það hefði e.t.v. tekið of langan tíma til þess að við kæmumst á Stykkishólm í tæka tíð. Sögurnar eru engu að síður alveg þess virði að heyra þær og ein draugasagan tengist einnig Baulárvallavatni sem við ókum fram hjá. Hana fann ég hér.

Baulárvallaundrin
Við Baulárvallavatn stóð eitt sinn bærinn Baulárvellir. Um miðbik nítjándu aldar bjó þar maður er Jón hét og var kallaður Jón Sundmann og Kristín kona hans. Jón var mikill íþróttamaður og hirti heimili sitt lítið enda voru þau mjög snauð

Einu sinni um vetur þegar Jón var að heiman, eins og svo oft áður var Kristín ein heima með börnin. Ís var á vatninu og mikill snjór kringum bæinn. Eitt kvöldið heyrast mikil óhljóð frá vatninu. Kristín og börnin hræðast mjög. Kristín lokar þá bænum vel áður en hún fer að sofa og signir allar dyr. Þegar hún er komin í rekkju getur hún ekki sofnað. Hún hafði vakað í stutta stund þegar hún heyrir mikla bresti og undirgang og finnst henni þessi ógangur þokast nær og nær þar til bærinn fer allur að skjálfa. Kona sér þá ekkert nema endalokin fyrir sér og fyllist skelfingu. Hún heyrir að komið er upp að bænum að framan með svo miklum gauragangi að brakar í hverju tré. Finnur hún svo kaldan gust í baðstofunni að það er sem hún sé úti. Hún þykist því vita að bæjarhúsin hafi verið rofin að framan. Hún heyrir þessi læti í langan tíma og taldi hún þetta hafa staðið í allt að þrjá tíma.

Til morguns liggur hún skelfingu lostin í rúmi sínu. Þá fer hún á fætur og klæðist. Þykir henni ekki fagurt um að litast. Hún sér að allur frambærinn með eldhúsi og búri er brotinn niður. Þekjan og veggirnir sem höfðu verið gaddfreðnir voru muldir í smátt. Mikil slóð lá frá bænum og út í vatnið og þar stór vök skammt undan landi, þó var allt að álnarþykkur ís á vatninu.

Kristín vildi ekki gista á Baulárvöllum aðra nótt og lagði því að stað með börnin til byggða. Gekk hún niður Dufgusdal og alla leið niður að bænum Hrísdal í Miklaholtshreppi. Þar segir hún frá tíðindum á Baularárvöllum. Þegar hreppstjórinn og sveitungar fóru að skoða vegsummerki á Baulárvöllum, trúði hreppstjórinn því ekki að það hefði mannlegur kraftur verið að verki, þó að tíu manns hefði beitt öllu afli, myndu þeir ekki hafa getað afrekað slíka eyðileggingu á einni nóttu. Bærinn var svo endurreistur en hann féll úr byggð árið 1864.

128-2804_IMG

128-2804_IMG Baulárvallavatn og ætli þetta sé skjaldarbólan á Arnarhóli? Myndin er af netinu.

Deila

Share to Facebook