Og síðan Bjarnarhöfn

Eftir ævintýrasiglingu er nauðsynlegt að fá sér brauð og kaffi og kannski smá kex. Við fundum ágætan nestisstað undir kirkjuvegg á Stykkishólmi.

13510639_10208663041948956_765032082_nHulla hefur tileinkað sér alveg sérstakan stíl þegar hún myndar kirkjur; hún tekur mynd á ská, langt upp eftir turninum en sleppir efsta hlutanum.

13521169_10208663041908955_342293933_n

Ég held að Borghildur og pabbi hafi verið að senda sms eða eitthvað svoleiðis. Ekki veit ég hverju ég sjálf hef verið svona upptekin af, allavega ekki símanum mínum því honum týndi ég á leiðinni vestur daginn áður.

13492928_10208663025628548_392531589_n

Á þessari mynd trónir vatnasafnið. Við hefðum alveg verið til í að sjá það en það var lokað.

Frá Stykkishólmi héldum við í Bjarnarhöfn en þar settist Björn Austræni að, hann var bróðir Auðar djúpúðgu. Leiðin að Bjarnarhöfn liggur í gegnum Berserkjahraun sem dregur nafn sitt af berserkjum Víga Styrs úr Eyrbyggja sögu. Í hrauninu eru nokkrir staðir sem tengjast þessari sögu. Við fundum þá ekki á leiðinni að Bjarnarhöfn en úr því rættist síðar um daginn.

Bjarnarhöfn
Ég átti ekki von á að við myndum stoppa lengi í Bjarnarhöfn. Ég vissi að þar væri hákarlaverkun og bjóst við að sjá nokkra hjalla og fá hákarlsbita að smakka. En Bjarnarhöfn er miklu meira því þar er rekið afar skemmtilegt safn, ekki aðeins með munum sem tengjast hákarlaveiðum og verkun heldur ægir þar saman allrahanda dóti úr ólíklegustu áttum. Húsráðandinn heitir Hildibrandur og hann var svo almennilegur að veita okkur sérstaka leiðsögn um safnið.  Hákarlaegg í krukkum heilluðu mig öðru fremur og ef ég ræki Nornabúðina ennþá hefði ég tékkað á möguleikanum á að fá svosem eina krukku keypta. Myndbandið hér að neðan fann ég á youtube og það gefur nokkra hugmynd um það sem fyrir augu bar.

 

Hestar og foland í Bjarnarhöfn

Snapchat-2565770210360864904

bogga21

Snapchat-3929715902632686040

Snapchat-4880807518392484058

Snapchat-5488801278410654442

Snapchat-5853213304506955577

 

Deila

Share to Facebook