Þann 29. apríl birti formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett 28. apríl. Þar gagnrýni embættið félagið fyrir að ákveða verkfallsaðgerðir án samráðs við börn sem liðu fyrir þær og ættu samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna rétt til menntunar.

Bréf umboðsmannsins vakti nokkra furðu. Bæði þótti það undarleg túlkun á ákvæði barnasáttmálans og meginreglum barnalaga að börn ættu að hafa eitthvað um það að segja hvort launafólk beiti þeim ráðum í kjarabaráttu sinni sem lög gera ráð fyrir en einnig þótti umvöndunartónninn í bréfinu óviðeigandi. Þá var einnig bent á að sambærilegar umvandanir væri ekki að finna í bréfi sem embættið sendi Sambandi íslenskra sveitarfélaga af sama tilefni.

Á vefsíðu Umboðsmanns barna hefur nú verið birt bréf, dagsett 4. maí, þar sem fram kemur að brot úr bréfi embættisins til Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi fallið brott fyrir mistök, þegar það var sent.

Athygli vekur að á vefsíðu embættisins hefur fyrra bréfið til Sambands íslenskra sveitarfélaga verið fjarlægt. Í stað þess er birt bréf, dagsett 28. apríl, þar sem felldur er inn skáletraður kafli sama efnis og sá kafli bréfsins til Eflingar sem þótti hvað athugaverðastur.

Það telst varla í anda gegnsærrar stjórnsýslu að fjarlægja fyrra bréfið, auk þess sem ósennilegt verður að telja að seinna bréfið hafi verið sent þann 28. apríl. Þar sem tilkynning um leiðréttingu er birt á vefnum er varla hægt að tala um fölsun, en orðið „söguförðun“ á ágætlega við.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago