Þessvegna er sænska leiðin röng – Giesecke svarað 2. þáttur

Ég á ekki orð til að lýsa viðbjóði mínum á þeirri stefnu sem Svíþjóð framfylgir vegna kórónufaraldursins, en ef ég ætti að fá lánaðan orðaforða myndi ég leita til Kristins Hrafnssonar. Í gær fjallaði ég um þau rök að ákvörðun um samkomutakmarkanir byggi ekki á vísindum og niðurstaðan er sú að sænska leiðin byggi ekki á siðferði.

Í dag skulum við aðeins skoða það sem Johan Giesecke, ráðgjafi sænsku ríkissjórnarinnar, segir um heppilegar varúðarráðstafanir:

Rétta stefnan er sú að vernda aðeins eldri borgara og þá sem eru veikir fyrir.

Það er áhugavert að um leið og Giesecke heldur þessu fram, bendir hann á að þarna hafi sænskum yfirvöldum mistekist.

Ójá, enda er ekki við því að búast að hægt sé að halda veirunni frá eldri borgurum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma þegar smitberar valsa um og starfsfólk heilbrigðisstofnana er ekki kórónuskimun þótt rökstuddur grunur sé um smit. Í byrjun apríl fréttist út að veiran hefði greinst á þriðjungi elliheimila í Svíþjóð og meira en 250 íbúar væru smitaðir. Hver voru viðbrögð sænskra stjórnvalda við því? Samkomutakmarkanir eða aðrar varúðarráðstafanir til að varna útbreiðslu?

Hér sést aldursdreifing við andlát og gjörgæsluinnlögn

Neinei, hvað sem Giesecke kann að hafa ráðlagt Svíum er stefnan er í praxís sú að það verði bara að hafa það þótt eldri borgarar fái lungnabólgu og deyi unnvörpum. Þrátt fyrir þetta hörmulega ástand hefur ekki ennþá verið gripið til sjálfsögðustu varúðarráðstafana á borð við hlífðarbúnað og handspritt á hjúkrunarheimilum. Ekkert sérstakt er gert til að hindra að heilbrigðisstarfsfólk beri smit milli skjólstæðinga sinna. Hvað er það ef ekki ásetningur um að leyfa veirunni að grassera meðal eldri borgara?

Ennþá má helst líkja viðbrögðum almennings við Stokkhólmsheilkennið, samkvæmt fréttum iðar mannlíf í Stokkhólmi sem aldrei fyrr. Maður veltir því fyrir sér hvort hátt í 2000 látinna og meira en 1400 gjörgæslusjúklinga eigi enga ættingja eða vini.

Með fullri virðingu fyrir vísindum þá á framferði sænska ríkisins í þessum málum meira skylt við stríðsglæp en verndarstefnu gagnvart öldruðum og veikum. Og ekki er sá skárri sem halanum heldur – í þessu tilviki er það almenningur sem tekur fullan þátt í ógeðinu.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago