– Góðan dag, er ég að tala við Evu Hauksdóttur?
– Já
– Ég er að hringja frá Vodafone vegna … símtalið gæti verið tekið upp …
– Allt í lagi.
– Geturðu gefið mér fullt nafn.
– Ehh… Eva Hauksdóttir, alveg eins og þú giskaðir á.
– Aðgangsnúmer?
– Nei, ég man það ekki.
– Ég á ekki við lykilorð heldur aðgangsnúmerið.
– Ég man ekki aðgangsnúmerið. Það er vistað á tölvunni minni en ég man aldrei númer.
– Símanúmer?
– Ég man það ekki, ég hringi aldrei í sjálfa mig en það er númerið sem þú hringdir í! Það er líka í póstinum sem ég sendi þegar ég bað um upplýsingarnar og það er sama númer og þið senduð textaboð í til að segja mér að þið væruð að fara að hringja.
– Póstnúmer, fæðingardagur … (gef allar upplýsingar)
– Ég ætla að senda þér öryggiskóda svo hringi ég í þig aftur. Það er bara til öryggis, svo ég viti að ég sé að tala við réttan kúnna.
-ok.
Hringir aftur
– Ég er að hringja frá Vodafone vegna …
– Já sæl aftur, kódinn er ….
– Viltu gefa mér fullt nafn …
– Ég hét Eva Hauksdóttir fyrir 2 mínútum, ég hef ekki skipt um nafn, ég er líka enn með sama póstnúmer og fæðingardag.
– Mér þykir leitt að þurfa að fara í gegnum þetta aftur. Það eru bara öryggisráðstafanir.

Semsagt „heitirðu Eva?“ og svo er ég látin endurtaka nafnið hvað eftir annað – í öryggisskyni – og öryggiskódi sendur í símann sem hugsanlegur svindlari er einmitt með í höndunum.

Þessu tengt:

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago