Ég býð mig fram í prófkjöri Pírata sem nú stendur yfir. Eitt af því sem ég vil sjá á næsta kjörtímabili er að við samþykkjum nýju stjórnarskrána.
Það er óbærileg valdníðsla að sú stjórnarskrá sem kjósendur lýstu yfirgnæfandi stuðningi við helstu atriðin í 20. október 2012 skuli síðan hafa verið hunsuð af þinginu. Þessa stjórnarskrá ber að samþykkja, en til vara að tillögugerð um breytingar frá frumvarpi Stjórnlagaráðs yrði falin sams konar samkomu, sem kosin yrði beint af almenningi til þess verks, og tillagan send beint í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Því er stundum haldið fram að ekki sé hægt að vera með mörg mál á oddinum í kosningabaráttu og að almenningur hafi minni áhuga á stjórnarskrármálinu en ýmsu sem varðar t.d. velferðarkerfið. Ég held að það séu mistök að stilla þessu þannig upp. Í fyrsta lagi kostar það ekki útgjöld að samþykkja stjórnarskrána, svo ekki þarf að forgangsraða því með málum sem kosta fé úr ríkissjóði. Í öðru lagi mun nýja stjórnarskráin gera almenningi, og þeim sem vinna fyrir hagsmuni hans, mun auðveldara að knýja í gegn þær breytingar sem gagnast almenningi. Í þriðja lagi held ég að kjósendur séu ekki eins mikil fífl og sumir virðast halda … 🙂
[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]