Inn um gluggann opinn hef ég flogið
eins og lítil fluga á sumarmorgni
því eðli mitt ég saug úr sykurkorni
en samt ég hef að flestum um það logið

kankvís hef ég kitlað á þeim nefin
þó kemur mér í hug að liðnum degi
að leiki vafi á hve létt það vegi
að ljúga til að fljúga, það er efinn

hversu lengi kiltur mínar duga
því kónulærnar hlakka brátt í fenginn,
þær vetrarkvíða vefa yfir engin
og vænting mín er orðin lítil fluga.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago