Stolt mitt
bryddað sæði bræðra þinna
og ég hekla í blúnduna;
eina nótt enn án þín,
eina eilífð án þín.
Vandað handbragð, vel pressað,
yfirlýsing;
“ég valdi það sjálf”.
Þó glittir í blámann
gegnum milliverk hreinna rúmfata.
Stolt mitt
bryddað sæði bræðra þinna
og ég hekla í blúnduna;
eina nótt enn án þín,
eina eilífð án þín.
Vandað handbragð, vel pressað,
yfirlýsing;
“ég valdi það sjálf”.
Þó glittir í blámann
gegnum milliverk hreinna rúmfata.