Categories: Allt efniLeikfimi

Trukkalessulagið

Mig langar ekki að anga eins og
lítið, veikt og ljósbleikt sumarblóm.
Með hárið sítt og fésið frítt
og silkiglans á sanseruðum skóm.
Þær mega leika píkubleikar tíkur fyrir mér.
Svo sætar að það veldur verk í kverkum.
En það er ekki þannig sem ég er.

Ég fíla þetta þvottabretti,
vöðvamassa, styrk og stæltan rass.
Því ég er svona kjarnakona,
stælakvendi, strákafæla og skass.
Ég örga grimmt og sigra þær sem megra og fegra sig.
Ég þóknast engum erkitýpuklerkum
sem vilja að normalformi fella mig.

Mér líður best í leðurvesti,
þekki mig með hlekki og hundaól.
Ég fíla brútal blætisstíl
og keðjudót, og keyri mótorhjól.
Mér finnst svo gott og flott að vera hot og hrottaleg.
Því mér er ætlað merki þeirra sterku,
mér fer svo vel að vera bara ég.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago