Categories: Allt efniLeikfimi

Lýtaaðgerðalagið

Ég ætla mér að finna lýtalækni
sem lagar helstu gallana á mér
hann af mér síða augnpokana sker
og loðna leggi fixar hann með leysertækni.
Hann smækkar útstæð eyru mín
og nefið langt og ljótt
og rífur úr mér rifbein
svo að mittið verði mjótt.
Hann spengir á mér tennurnar og spik úr lærum sýgur
hann klippir, sker og flakar þar ístran af mér flýgur.

Hann brjóst mitt sælu og silikoni fyllir.
Hann setur á mig Brasilíuvax
og stækkar síðan varir mínar strax.
Er eldist ég, mitt bótox-enni alla villir.
Hann skrapar burt minn skúffukjaft
og mjaðmabeinið breitt
og galdralyf hans geta
öllum gelgjubólum eytt.
Í grindarbotninn krukkar svo mér gefist þrengri píka
(Hallgerður:) „en neyðarlegt ef gæinn léti stækka vininn líka“.

Ég ætla góðan lýtalækni að finna
sem lagar helstu gallana á mér
þá verð ég loksins önnur en ég er
því engu hef ég enn að tapa en allt að vinna.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago