Tilbrigði við barnagælu

Litli gimbill, landið mitt,
liðið er bráðum sumrið þitt
nú mega sandar svíða
lappir og haus á lambinu mínu fríða.

Gimbilinn skal nú skera og flá,
skinnið hans saltar hélan grá.
Leitar sér fleiri lamba,
Landsvirkjun inn í Ver með kuta og kamba.

Litli gimbill, landið mitt,
látum virkja blóðið þitt
svo Evrópa megi úr áli,
framleiða fleiri vopn handa Pétri og Páli.

Nú er kátt í hverjum hól
kjötið má reykja fyrir jól.
Una því ánægð börnin.
Arfurinn þeirra er gollurinn og görnin.

Litli gimbill, landið mitt,
þótt leggist rotta á hræið þitt
og éti með tryggðatröllum,
klingir kátt í sjálfstæðissauðabjöllum.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago