Ekki hef ég saknað þín
öll þessi ár
þótt eflaust
brygði andliti þínu fyrir

í draumi um ylhljóða hönd
lagða á öxl
þegar haustfuglar
hópuðust til farar.

Lítið hef ég saknað þín
og ég játa

kreppta hnefa
hvikul augu
og fyrirheit umfram væntingar.

En hér er ég mætt
til draums eða veruleika

og ég opna lófana,
loka augunum
legg höfuð mitt í keltu þína

og segi „jæja“.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago