Hátt uppi á grösugri
Gnitaheiði
fuglum er búin
vin á fjöllum.
Þar fella gæsir
fjaðrir á sumri,
hreindýrahjarðir
hagann þræða.

Þar falla fossar,
fuglar verpa,
þar vaxa grös
á víðum lendum.
Þar lifir Helgi
í hjartarlíki
sá er vargar
vógu í svefni.

Ormur vill ráða
rógmálmi skatna
Gimli skal reisa
á Gnitaheiði
Fáfni skal fórnað
friðlandi dýra
og um aldurdaga
auðlind sjúga.

Heilbrynju skrýdd
á Hindarfjalli
sefur Brynhildur
dóttir Buðla.
Einn hefur Sigurður
sverði brugðið,
vafureld ríður
að vekja brúði .

Frækn vill fé ráða
og friðland verja
ægishjálm orms
að engu virða.
Vel mun völsung
valkyrja eggja
Sigurdrífa
sólufegri.

Þá kemur hinn ríki
Regindómur
Níðhöggs hjálp
frá Niðavöllum
Guðrúnar bræður
Gjúkasynir
mág sinn sofinn
sverði leggja

Rænum, rænum
Regins arfi,
liggjum gull
á Gnitaheiði.
Vel skulum lýði
vopnum búa.
Sól tér sortna
sígur fold í fen.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago