Hina níundu nótt ríður Sláttumaðurinn háloftin
hann lendir hvítum gandi sínum mjúklega utan vegar.

Holdlaust andlit hans lítur tómum tóttum
hornamikinn mannhafur
sem hangir í steinrunnu tré,
kjúkurnar kreppast um ljáinn.

Er ég þá dauður?
spyr fíflið.

Sláttumaðurinn sker á böndin.
Hann tekur fíflið á herðar sér og ber það út á veginn.
Svo ríður hann glottandi burt.

Satýrinn situr eftir í götunni.
Ægishjálm ber hann milli brúna sér
og köngurlóarmóðir
hefur skriðið upp úr Mímisbrunni
og ofið vetrarkvíða yfir veginn.
Hann horfir yfir þéttofið netið.
Hann hefur hann vald á rúnum
og heyrir á tal vargfugla
sem ráða honum að taka einn límkenndan þráð úr vetrarkvíðanum
og rekja sig áfram.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago