Sálmur handa Sóma

Íslandi blæðir því álrisans her
og atvinnunáttúruspellvirkjager
veður hér uppi og ábyrgðin er,
(svo einungis fáa við nefnum);
hjá gráðugum rottum, en gleðjumst með söng,
og gerum svo lista yfir heimilisföng
og hefnum.

Frjálshyggjuborunni fólkið gaf koss
og framtíðin verður að bera þann kross.
Þeir hórmanga í hernaðarþágu hvern foss
og heimta svo fyrir það borgun.
Væri ei við hæfi að heimsækja Geir
og hindra að hann meiði landið sitt meir
á morgun?

Iðnaðarstefnunnar afrekaskrá
Álgerðar glapræði bliknar þó hjá.
Megi hún detta í mengaða á
meir þótt ég vorkunnar kenni,
því Valgerður kvað hafa vit á við mús,
og væri ekki upplagt ef við tækjum hús
á henni?

Sophusson Friðrik um sveitirnar fór
með siðferði bandorms og áróðurskór.
Gerði hann bændunum gylliboð stór.
Gnúpverjar bíta ekki á agnið.
Norðlingaveita skal verða honum dýr
við vitum hvar Friðrik sá frauðheili býr
svo fagnið!

Stóriðjurisana styður í raun
stjórnin sem orkuna gefur á laun
umhverfissóðum með iðnaðardaun
enginn mun skömm hennar gleyma.
Fagnið þó vinir, með vélsög og lakk,
við vitum hvar allt þetta atvinnupakk
á heima.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago